Davis® ráðgjöf

Davis®leiðrétting er raunveruleg lausn fyrir lesblinda!

Hér verður fjallað um lesblindukenningu Ronald D. Davis og hugmyndir hans um hvernig hægt er að leiðrétta lesblindu.

______________________________________________________________

 

Megineinkenni lesblindu

Ringlaðir við lesturinn

Þegar lesblindir læra að lesa og rugnlingsleg tákn safnast upp verða þeir fljótt kolringlaðir. Þeir sjá ekki lengur það sem stendur á blaðsíðunni heldur það sem þeir halda að standi þar.

Þar sem táknið er ekki áþreifanlegur hlutur og táknar aðeins hljóð orð sem lýsir hlut, athöfn eða hugmynd hjálpar skynvillan ekki til að þekkja það aftur. Þegar táknið þekkist ekki aftur gerir hinn lesblindi mistök. Slík mistök eru megineinkenni lesblindu.

Það eru yfir 200 orð í ensku sem valda vandræðum hjá lesblindum. þessi orð eru í talorðaforða þeirra en þeir geta ekki myndað huglægar myndir af merkingu þeirra. Þetta þýðir að flestir lesblindir hafa yfir 200 orð í orðaforða sínum, sem þeir nota í talmáli, en geta í raun ekki hugsað með. Þessi litlu orð – sem virðast þau einföldustu í málinu – eru áreitin eða kveikjurnar sem framkalla lesblindueinkennin.

Ringlkveikjuorðin hafa óhlutbundna merkingu og oft jafnvel margar mismunandi merkingar. Þau slá lesblinda út af laginu þar sem þau tákna ekki áþreifanleg fyrirbæri eða athafnir. Það vill svo til að þau eru einnig algengustu orðin í tali og riti. Íslenskur kveikjuorðalisti hefur verið tekinn saman og eru mun fleiri kveikjuorð í íslensku en í ensku.

“Snilligáfan kemur fram vegna lesblindunnar

LD OnLine Home Page

Ron Davis var eitt sinn í spjallþætti í sjónvarpi og í svari við spurningu um jákvæðar hliðar lesblindu taldi hann upp nöfn u.þ.b. tólf frægra manna með lesblindu. Þáttastjórnandinn hrópaði þá upp yfir sig: “Er ekki ótrúlegt að allt þetta fólk hefur snilligáfu þrátt fyrir að vera lesblint?” Stjórnandinn náði ekki kjarna málsins: Snilligáfa þeirra kom ekki fram þrátt fyrir lesblindu þeirra heldur vegna hennar.

Vefsíðan X-traordinary people var opnuð 2004. British Dyslexia Association átti þátt í að stofna síðuna. Tilgangurinn er að gera skóla jákvæðari gagnvart nemendum með dyslexíu.

Hér er listi yfir nokkra þekkta erlenda lesblinda snillinga:

Vinsamlegast, sendu inn nöfn lesblindra snillinga sem þú veist um

Hæfileikagreining

Tilgangur greiningarinnar tekur mið af því hvernig lesblindan er skilgreind. Með þróunarferli lesblindunnar sem viðmiðun er hægt að greina hvort fyrir hendi séu tveir grunnþættir sem saman skapa ólík afbrigði lesblindunnar, þ.e. myndræna hugsunin og hæfileikinn til að beita skynvillu.

Hentar Davis® leiðrétting hinum lesblinda?
Greiningarviðtalið var upphaflega hannað af einum af nánustu samstarfsmönnum Ron Davis, sálfræðingnum Dr. Fatima Ali. Greiningarviðtalið tekur 2 – 4 klukkustundir.  Markmiðið er að kanna hvort Davis® leiðrétting hentar hinum lesblinda.

Sjálfsmat og skynfærnigreining
Viðtalið er tvískipt. Hluti af viðtalinu fer þannig fram að hinn lesblindi leggur mat á sterkar og veikar hliðar sínar á ýmsum sviðum. Um er að ræða yfirgripsmikið sjálfsmat. Í hinum hlutanum fer fram svokölluð skynfærnigreining. Allir með einstaka skynjunarfærni lesblinds einstaklings ættu að fara í gegnum skynfærnigreininguna með léttum leik. Ef í ljós kemur að tilteknir hæfileikar eru til staðar og vísbendingar um námsörðugleika gera vart við sig er dregin sú  ályktun með nokkurri vissu að einkennin stafi af skynvillu og að einstaklingurinn sé lesblindur.

Eru hæfileikarnir til staðar?
Auk þess að finna einkenni, sem ljóstra upp um hinar neikvæðu hliðar skynvillu, er lagt mat á hvort til staðar séu hinir fjórir grundvallarhæfileikar sem eru sameiginlegir lesblindum einstaklingum. Þessir hæfileikar eru hluti af náðargáfulesblindunnar. Hæfileikinn til:
__ að kveikja viljandi á skynvillueiginleikum heilans
__ að skoða meðvitað í huganum huglægar ímyndir í þrívídd og sjá þær frá mismunandi
sjónarhornum
__ að upplifa sjálfskapaðar huglægar ímyndir, sem raunveruleg fyrirbæri,
getan til að upplifa ímyndun sem veruleika
__ að hugsa án orða og nota þess í stað myndir af hugtökum og hugmyndum
með litlu eða engu innra eintali

Sama greining fyrir börn og fullorðna
Sama greining er notuð til að meta bæði börn og fullorðna. Undir venjulegum kringumstæðum er hún þó ekki notuð á börn fyrr en þau eru orðin sjö ára vegna þess að á þeim aldri byrja lesblindueinkennin að koma fram.

Þú getur leiðrétt lesblinduna!

Davis® ráðgjafi vinnur með einstaklingi í 30 klukkustundir. Um er að ræða eina grunnleiðréttingu sem tekur á lesblindu, athyglisstillingu og skynjun. Í framhaldi af grunnleiðréttingu er hægt að leiðrétta skrifblindu, reikniblindu, athyglisbrest með eða án ofvirkni og fleira eftir þörfum hins lesblinda.

Grunnleiðrétting
1. Lesblinda (30 klst.)

Framhaldsleiðréttingar
2. Skrifblinda (15 klst.)
3. Reikniblinda – Stærðfræðiblinda (30 klst.)
4. Athyglisbrestur með eða án ofvirkni (30 klst.)
5. Leiðréttingar á öðrum sviðum eru mögulegar að lokinni grunnleiðréttingu, s.s. málfræði og setningarfræði, enska, danska, og annað eftir þörfum hins lesblinda.

Sérstakar leiðréttingar
Fóbíur, fælni, ofsahræðsla, tölvufíkn svo dæmi séu tekin.

 

Sjálfsnám – Leirsmiðja

Sjálfsnám
Gert er ráð fyrir nokkru sjálfsnámi að lokinni leiðréttingu, sem hinn lesblindi ber fulla ábyrgð á – enda býr hann nú orðið yfir mikilli þekkingu á því hvernig hann getur haldið fullri athyglisstillingu. Hann veit einnig hvað hann verður að gera til að ná fullkomnu valdi á lesblindunni.

Í lok Davis® leiðréttingarinnar fær sá sem lýkur leiðréttingu sérstaka stundatöflu sem hann útfyllir í samráði við Davis® ráðgjafann. Um leið tilnefnir hann stuðningsaðila sem hann hefur valið, og samið við, sem veitir honum stuðning í nokkurn tíma. Yfirleitt er stuðningsaðilinn einhver úr fjölskyldunni. Markmiðið með sjálfsnáminu er að ná fullum tökum á athyglisstillingunni og meistra kveikjuorðin sem valda lesblindunni.

Leirsmiðja
Davis® ráðgjafi bjóða upp á opna leirtíma, þar sem þeir sem farið hafa í Davis® leiðréttingu geta mætt og leirað kveikjuorð undir handleiðslu ráðgjafans.

Eftirfylgni

Nokkru eftir leiðréttingu kemur hinn lesblindi, til Davis® ráðgjafans á ný. Rætt er um framfarir sem hinn lesblindi hefur tekið og erfiðleika sem hafa komið í ljós.

  • Upphafleg markmið hins lesblinda eru rifjuð upp.

  • Kannað er hvernig hefur gengið að koma til móts við þau.

  • Farið er yfir helstu atriðin úr leiðréttingunni.

  • Kannað er hvernig hinum lesblinda gengur að beita athyglisstillingunni.

  • Kannað er hvernig honum hefur gengið í glímunni við tvívíðu táknin.

  • Skoðað er hvað hinn lesblindi er búinn að leira mörg kveikjuroð.

  • Útbúin er ný stundatafla og ákvörðun tekin um framhaldið.

  • Rætt er um hvernig hinum lesblinda líður í kennslustundum og í skólastofunni.

Davis® lestarnámskeið fyrir 5 – 8 ára börn
Einstaklingsnámskeið

Davis® lestrarnámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 5 – 8 ára.  Um er að ræða 25 – 30 klukkustunda námskeið þar sem Davis® ráðgjafi vinnur með barninu í 2 – 3 klst. á dag í tvær til þrjár vikur. Námskeiðið er þannig lagað að hverju einstöku barni. Foreldrar, annað eða bæði, eru með barninu í tímum og fylgjast með því hvernig barnið lærir og hvað það lærir.

Markmið lestrarnámskeiðsins eru:
– Að barnið læri áhrifaríka námstækni sem mun nýtast því við frekara nám, alla ævi.
– Að barnið læri að beita aðferðum og hugtökum sem eflir lestrarfærni og lesskilning.
– Að efla með foreldrum barnsins sjálfstraust til að aðstoða barnið á milli kennslustunda.
– Að styrkja færni foreldra til að vinna með barninu heima að loknu námskeiðinu.

Davis® námstækni á Íslandi
150 íslenskir kennarar hafa sótt
fimm Davis® námstækninámskeið hér á landi

Sumarið 2006

Næsta Davis® námstækninámskeið verður haldið sumarið 2006. Að öllum líkindum fer námskeiðið fram á íslensku. Þrír Íslendingar eru í þjálfun sem Davis® mentorar og Davis® námstæknifræðingar. Þeir eru Guðbjörg Emilsdóttir, sérkennari, Sturla Kristjánssson, sálfræðingur og Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri. Í undirbúningi er að þýða handbækur sem notaðar eru á Davis® námstækninámskeiðinu.

Júní 2005

Fimmta Davis® námskeiðið var haldið í júní 2005. Richard Whitehead, M.Phil. kenndi einnig á því námskeiði. Námskeiðið sóttu 37 íslenskir kennarar. Þeir komu víða að.

Júní 2004

Tvö Davis® námstækninámskeiðið voru haldin á Íslandi í júní 2004. Kennarar á námskeiðinu voru Siegerdina Mandema, Davis® sérfræðingur frá Hollandi og Sonja Davis® sérfræðingur frá Þýskalandi. Um sjötíu íslenskir kennarar sóttu námskeiðin.

Fjórða námskeiðið var haldið í ágúst 2004. Kennari á því námskeiði var Richard Whitehead, Davis® sérfræðingur frá Bretlandi.

Ágúst 2003

Fyrsta Davis® námstækninámskeiðið var haldið á Íslandi í ágúst 2003. Námskeiðið sóttu 22 kennarar og skólastjórnendur frá 12 grunnskólum. Kennararnir komu bæði af höfuðborgarsvæðinu (Fossvogsskóli,  Grandaskóli, Hamarsskóli, Lágafellsskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli,  Ölduselsskóli, Varmárskóli) og landsbyggðinni (Grunnskólinn Hellissandi, Laugalandsskóli, Reykholtsskóli).

Kennarar á námskeiðinu voru Sharon Pheiffer, Davis® sérfræðingur, skólaþróunarfræðingur og yngri barna kennari til margra ára. Hún stjórnar allri þróunarvinnu á Davis® námstæknikerfinu svo og þróun lestrarnámskeiðs fyrir 5 – 8 ára börn. Á námskeiðinu var Laura í þjálfun sem Davis námstæknikennari. Námskeiðið sátu einnig Richard Whitehead, M.Phil. umboðsmaður Davis kerfisins í Bretlandi, Carol og Jane sem voru í þjálfun sem Davis námstæknimentorar.

Leave a Reply