Davis lesblinduleiðrétting er námskeið sem tekur um 30 klukkustundir. Námskeiðið tekur oftast eina viku frá kl. 9 – 4, en hægt er að dreifa því yfir lengri tíma ef það hentar betur. 3 – 6 klukkustundaeftirfylgni með Davis ráðgjafanum er innifalin í námskeiðinu og aðstoð veitt í síma og í tölvupósti í eitt ár eftir leiðréttingu. Námsgögn fylgja.
Ferlið er eftirfarandi:
Davis greining
Greiningin er til að finna út hvort þú getir nýtt þér Davis leiðréttinguna.
Hafðu samband við einhvern af Davis ráðgjöfunum hjá Lesblind í gegnum síma eða tölvupóst og pantaðu greiningarviðtal.
Davis leiðrétting
Ef greiningin sýnir að þú munir geta nýtt þér leiðréttinguna, getur þú skráð þig á leiðréttingarnámskeið.
Heimavinna Þú fylgir leiðréttingunni eftir heima með stuðningsaðila sem við þjálfum.