Lesblinda er afrakstur hugsunar
og sérstakra viðbragða við ringltilfinningu
Kenningar Ron Davis og aðferðir, voru þróaðar til að útskýra hvers vegna hægt væri að leiðrétta vandann, en ekki til að útskýra eðli hans.
Kenningarnar voru settar fram eftir að leiðréttingaraðferðir Ron Davis höfðu verið þróaðar. Vegna þess að hann hafði sjálfur reynslu af því að vera lesblindur gat hann séð vandamálið frá alveg nýju sjónarhorni.
Niðurstöður hans voru þessar:
Lesblinda er ekki afleiðing skemmdar í heila eða taugum.
Lesblinda er ekki afleiðing vansköpunar heila, innra eyra eða augnknatta.
Lesblinda er afrakstur hugsunar
og sérstakra viðbragða við ringltilfinningu
Myndræn hugsun
Hæfileiki til að beita skynvillu
Greind yfir meðallagi – Óvenjurík sköpunargáfa
Lesblindan gerir mann ekki sjálfkrafa að snillingi, en það er hollt fyrir sjálfsmat lesblindra að vita að hugur þeirra starfar á nákvæmlega sama hátt og hugur frægra snillinga. Lesblindir þróa ekki allir náðargáfuna á sama hátt – en þeir eiga ýmsa hugarstarfsemi sameiginlega:
-
Frumfærni lesblindunnar: Lesblindir geta nýtt hæfileika heilans til að breyta skynjunum og skapa þær.
- Þeir eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt.
- Þeir eru forvitnari en gerist og gengur.
- Þeir hugsa fremur í myndum en orðum.
- Þeir búa yfir ríku innsæi og næmi.
- Þeir hugsa og skynja í margvídd með því að nýta öll skilningarvitin.
- Þeir geta upplifað hugsun sem veruleika.
- Þeira hafa frjótt ímyndunarafl.
Séu þessir átta grundvallarhæfileikar ekki bældir eða eyðilagðir, eða þeim hafnað af uppalendum og umhverfinu, koma þeir fram sem tveir eiginleikar:
1. Greind yfir meðallagi
2. Óvenjurík sköpunargáfa
Af þessum tveimur eiginleikum getur hin eiginlega náðargáfa lesblindunnar sprottið – snilligáfa. Hún þróast á marga vegu ogá ólíkum sviðum.
Erfiðleikar lesblindra við lestur, skrift, stafsetningu eða stærðfræði táknar ekki að þeir séu heimskir. Hugarstarfsemin sem skapar snilling getur einnig framkallað þessa erfiðleika. Þessi hugarstarfsemi, sem veldur lesblindu, er náðargáfa, það er náttúruleg færni, hæfileiki. Hún er sérstakt fyrirbæri sem bætir einstaklinginn.
Lesblinda þróast frá þriggja mánaða aldri
Svo virðist sem sumir fæðist með erfðaefni sem gerir þeim kleift að nýta þann hluta heilans sem skapar skynjanir og breytir þeim. Erfðaefnið í sjálfu sér veldur því ekki að viðkomandi einstaklingur verði lesblindur heldur skapar möguleika til þess. Þessi kenning skýrir hvers vegna lesblinda gengur í ættir og hvers vegna margir sérfræðingar telja hana arfgenga.
Til þess að þessi eiginleiki þróist út í lesblindu þarf að eiga sér stað flókið og hárnákvæmt ferli. Reyndar er þróun hennar svo flókin að það er furða að nokkur skuli verða lesblindur.
Hugsanlega hefur barnið byrjað að nota sinn sérstaka hæfileika sem veldur lesblindu þegar það var aðeins þriggja mánaða gamalt.
Sennilegt er að lesblinda barnið byrji að þróa sínu sérstöku færni, hæfileika og galla á aldursbilinu milli þriggja og sex mánaða.
Margar “bestu” kennsluaðferðirnar
stuðla að áráttukenndri hegðun,
sem verða að hinum eiginlegu námsörðugleikum
Lestrarvandi verður að námsörðugleikum
Þegar skynvilla fer að valda mistökum fyllist lesblinda barnið óþreyju. Engum finnst skemmtilegt að gera mistök, svo að í kringum níu ára aldur, eða í fjórða bekk grunnskóla, fer lesblinda barnið að koma sér upp lausnum eða hækjum til að forðast mistökin. Þótt þetta virðist vera jákvætt er það í rauninni þannig sem lestrarvandinn verður að eiginlegum námsörðugleikum.
Tímabundinn léttir
Lausnirnar sem lesblindir finna upp, leysa ekki hinn eiginlega vanda hinna bjöguðu skynjana. Þær veita aðeinstímabundinn létti frá óþreyjutilfinningunni. Þær eru leiðir í kringum vandamálin sem skynvillan veldur. Á endanum hægjaþær á námsferlinu og verða að hinum eiginlegu námsörðugleikum.
Áráttukennd hegðun
Þessar “lausnir” eru úrræði til að kunna eða muna og koma hlutum í framkvæmd. Ekki líður á löngu þar til þær verða að áráttukenndri hegðun. Þegar lesblindur einstaklingur hefur tekið upp áráttukennda hegðun verður hún eina leiðin fyrir hann að leysa af hendi viðkomandi verkefni. Meðan á leiðréttingu stendur kallast slíkar lausnir “gamlar lausnir” þar sem þeirra er ekki lengur þörf.
Hækjur í þúsunda tali
Þótt margir lesblindir séu farnir að þróa áráttukenndar lausnir áður en þeir verða níu ára og halda áfram að þróa fleiri það sem eftir er ævinnar þróast flestar þessara “námshækja” á milli níu og tólf ára aldurs. Lesblindir hafa oftast hundruð ef ekki þúsundir slíkra hækja. Dæmi um áráttulausnir eru: Stafrófssöngurinn, mikil einbeiting (versta áráttulausnin), “gerðu það fyrir mig!”
Bestu kennsluaðferðirnar?
Það er kaldhæðnislegt að margar “bestu” kennsluaðferðirnar, sem notaðar eru til að hjálpa lesblindum, gera í raun ekki annað en stuðla að áráttukenndri hegðun. Þetta er skiljanlegt, því svo virðist sem hinn lesblindi sé loks byrjaður að læra.
Blekking
Þetta er aðeins blekking. Í raun er verið að skilyrða barnið til að framkvæma tilbreytingarlausar og utanaðlærðar athafnir sem það skilur ekki til fulls. Þessi skilyrðing leiðir til námsörðugleika ævilangt sé hún ekki leiðrétt.
Lesblinda er íslensk þýðing á erlenda orðinu dyslexia. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar fólk á í erfiðleikum með að læra að lesa.
Lesblinda var fyrsta hugtakið sem notað var til að lýsa lestrarerfiðleikum. Nú fyrirfinnst fjöldinn allur af nöfnum sem lýsa hinum ýmsu hliðum lesblindunnar. En margar ólíkar kenningar eru uppi og skiptar skoðanir eru um hvað lesblinda – dyslexia er og hvað veldur henni.
Ron Davis hefur fundið sameiginlega grunnorsök fyrir lesblindu (dyslexia), reikniblindu (dyscalculia), skrifblindu (dysgraphia), verkstoli (dyspraxia), athyglisbresti (ADD), ofvirkni (ADHD) og jafnvel einhverfu og Asberger heilkennum.
Ron Davis er sjálfur lesblindur og gat því séð vandamálið frá alveg nýju sjónarhorni. Hann gat ekki lesið fyrr en hann var 38 ára, eða árið 1980, þegar hann gerði þá grundvallaruppgötvun sem allt Davis kerfið byggir á. Hann uppgötvaði það sem við á íslensku köllum skynvillu og finnur upp skynstillingu. Með henni gat hann slökkt á þeirri skynvillu sem fram að þessu hafði gert allan lestur og skrift að algjörri martröð.
Kenningar Ron Davis og aðferðir, voru þróaðar til að útskýra hvernig hægt væri að leiðrétta vandann, en ekki til að útskýra eðli hans. Hann segir að lesblinda sé ekki afleiðing erfðagalla eða taugaskemmda. Hún orsakast ekki af heilagalla, vandamálum í innra eyra eða í augum. Lesblindan er afleiðing ákveðinnar tegundar hugsunar og ákveðinna viðbragða við ringltilfinningu og ráðþroti. Það er algengur misskilningur að hún felist einungis í stafa- og orðavíxlun.
Náðargáfan
Hugarferlið sem veldur lesblindunni er náðargjöf í orðsins fyllstu merkingu. Það er náttúruleg hæfni eða hæfileiki. Þessi hæfileiki er mjög sérstakur og hann er mikill kostur þegar rétt er á málum haldið.
Lesblindan gerir mann ekki sjálfkrafa að snillingi, en það er hollt fyrir sjálfsmat lesblindra að vita að hugur þeirra starfar á nákvæmlega sama hátt og hugur frægra snillinga. Lesblindir þróa ekki allir náðargáfuna á sama hátt og það er langt í frá að allir lesblindir séu eins – en þeir eiga ýmsa hugarstarfsemi sameiginlega:
1. Frumfærni lesblindunnar: Lesblindir geta nýtt hæfileika heilans til að breyta skynjunum og skapa þær.
- Þeir eru mjög meðvitaðir um og næmir á umhverfi sitt.
- Þeir eru forvitnari en gerist og gengur.
- Þeir hugsa fremur í myndum en orðum.
- Þeir búa yfir ríku innsæi og næmi.
- Þeir hugsa og skynja í margvídd með því að nýta öll skilningarvitin.
- Þeir geta upplifað hugsun sem veruleika.
- Þeir hafa frjótt ímyndunarafl.
Séu þessir átta grundvallarhæfileikar ekki bældir eða eyðilagðir, eða þeim hafnað af uppalendum og umhverfinu, koma þeir fram sem tveir eiginleikar:
1. Greind yfir meðallagi
2. Óvenju rík sköpunargáfa
Af þessum tveimur eiginleikum getur hin eiginlega náðargáfa lesblindunnar sprottið – snilligáfan. Hún þróast á marga vegu og á ólíkum sviðum.
Erfiðleikar lesblindra við lestur, skrift, stafsetningu eða stærðfræði táknar ekki að þeir séu heimskir. Hugarstarfsemin, sem skapar snilling, getur einnig framkallað þessa erfiðleika. Þessi hugarstarfsemi, sem veldur lesblindu, er náðargáfa; það er náttúruleg færni, hæfileiki. Hún er sérstakt fyrirbæri sem bætir einstaklinginn. Áætlað er að allt að þriðjungur mannkyns fæðist með þessa hæfileika. Af þeim er líklega um helmingur sem lendir í erfiðleikum með lestur eða skrift á fyrstu árum skólagöngu sinnar. Það er ekki vegna þess að eitthvað sé að þeim, heldur einfaldlega vegna þess að almennt er kennsla ekki sniðin að þörfum þeirra og námsstíl.
“Lesblinda á rætur sínar að rekja til náttúrulegs hæfileika, sérstakrar gáfu. Þessi gáfa er leyst úr læðingi með táknameistrun.” -Ron Davis
Skynvilla

Þessi mynd framkallar skynvillu hjá flestum sem horfa á hana. Þeim finnst sem hjólin snúist þótt þau séu í raun kyrr. Þessi meðfæddi hæfileiki til að framkalla skynvillu getur valdið lestrarörðugleikum hjá þeim sem hugsa mestmegnis í myndum.
Flestir hafa upplifað skynvillu með einhverjum hætti. Ef þú horfir á myndina hér fyrir ofan og þér sýnist hjólin snúast og þú finnur jafnvel svimatilfinningu vegna þess, þá hefur þú upplifað skynvillu. Til að pófa að upplifa þetta sterkar getur þú smellt á myndina hér að ofan. Skynvilla getur átt sér stað þega skilaboð frá tveimur skynfærum stangast á, augun segja þér að þú sért á hreyfingu, en jafnvægisskynið segir þér að þú hreyfist ekki. Eða eins og í þessu tilfelli, sjónræn blekking veldur því að okkur sýnist hjólin snúast, þegar við vitum að þau snúast ekki. Hugurinn bregst við þessum ruglingi með málamiðlun og framkallar skynvillu – falska upplifun hreyfingar sem getur valdið svima.

Spírall sem snýst getur framkallað skynvillu.
Lesblindir geta beitt skynvillu til að átta sig á hvað doppan hér að ofan er.

Því grípa þeir ósjálfrátt til skynvillu þegar stafir rugla þá.
Lesblindir geta nýtt sér skynvillu í hugsanaferli sínu til að átta sig á hlutunum. Þegar lesblindir verða ringlaðir eða ráðvilltir, þá grípa þeir samstundis til skynvillu og “velta viðfangsefninu fyrir sér” í huganum í orðsins fyllstu merkingu. Þeir beita skynvillu til að sjá viðfangsefnið fyrir sér frá mismunandi sjónarhornum og þegar um þrívíða raunverulega hluti er að ræða, gefur þetta viðbótarupplýsingar sem oftast hjálpa til við að leysa úr ruglingnum. Meðan á skynvillu stendur upplifir viðkomandi hugsun sína oft sem raunveruleika. Þetta ferli gerist venjulega svo snöggt að við verðum ekki vör við það, en það er almennt öflugasta aðferðin til að leysa úr ruglingi varðandi þrívíða hluti. Vegna þess hversu hraðvirk og árangursrík þessi úrvinnsluaðferð er, verður hún sjálfkrafa fyrsti valkostur þeirra sem fæðast með tilhneigingu til myndrænnar hugsunar. Þeir grípa ómeðvitað til skynvillu hvenær sem þeir þurfa að leysa úr einhverjum ruglingi. Þetta getur gerst án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og skynvilluástand getur varað allt frá sekúndubroti upp í nokkrar klukkustundir í senn. Dagdraumar eru gott dæmi um að beita skynvillu sér til skemmtunar. Hönnun og uppfinningar, eru góð dæmi um beitingu skynvillu á skapandi hátt í atvinnuskyni. Þeir sem hafa gott vald á skynvillu eru oft mjög fljótir að sjá út lausnir á flóknum vandamálum og eiga oft auðvelt með að halda yfirsýn yfir stór verkefni.

Þegar doppan er skoðuð frá öðru sjónarhorni hverfur ruglingurinn.

Það hjálpar hins vegar ekki með stafi og önnur tákn.
Lesblindir grípa ómeðvitað til skynvillu þegar þeir eru að reyna að átta sig á lestri og skrift. Þetta veldur bjögun í skynjun þeirra, en hjálpar ekkert til að leysa úr ruglingnum varðandi stafinn eða orðið sem sló þá út af laginu. Skynvilluhæfileikinn sem nýttist þeim svo vel til að átta sig á umhverfi sínu áður en þeir lærðu að lesa, verður þeim nú fjötur um fót.
Lesblindir geta skynjað ímyndun sína sem raunveruleika með öllum skynfærum, sjón, heyrn, lykt og snertingu. Þessi hæfileiki til að upplifa hugsun sem raunveruleika nýtist vel til að átta sig á hlutum í umhverfinu. Þessi hæfileiki getur eflt listræna sköpunargáfu og hæfni til að leysa úr flóknum vandamálum. Þetta leiðir oft líka til mikillar greindar, þrátt fyrir námsörðugleika. Þangað til að skólanámi kemur, hefur lesblindur einstaklingur litla þörf fyrir orðræna, línulega hugsun, og það getur valdið því að sú tegund hugsunar hefur ekki þroskast eins og hjá öðrum.
Skynvilla: Þegar einhver upplifir skynvillu. Hugsanlegt er að viðkomandi sé ómeðvitaður um staðsetningu og stefnu gagnvart umhverfi sínu. Upplifun þeirra stangast á við raunveruleikann. Dagdraumar eru skapandi notkun á skynvillu.
Skynstilling: Þegar slökkt er á skynvillum. Þegar einhver er skynstilltur, er skynjun hans í samræmi við raunveruleikann.
Myndræn hugsun – orðræn hugsun

Almennt er talið að fólk hugsi á tvo mismunandi vegu: Með orðrænu hugsanaferli og með myndrænu hugsanaferli. Í fyrra tilvikinu erhugsað með hljóðum orða en í því seinna er hugsað með huglægum myndum af hugtökum eða hugmyndum. Allir geta að einhverju marki notað báðar tegundir hugsunar, en hver einstaklingur hefur tilhneigingu til að sérhæfa sig í annarri hvorri.
Tungumálið endurspeglar hugsunarferli okkar
Til að sjá hvernig mismunandi hugsun kemur við sögu í námsörðugleikum lesblindu þarf að skoða tungumál okkar. Líta má svo á að tungumál endurspegli hugsunarferli okkar. Annars væri tungumálanám einfaldlega alltof erfitt.
Merking, hljómur, útlit
Lesmál er samsett af táknum.
Tákn og orð eru samsett af þremur þáttum:
1. Hljómi táknsins eða orðsins
2. Merkingu táknsins eða orðsins
3. Útliti táknsins eða orðsins
Orðræn hugsun
Orðræn hugsun er línuleg í tíma og fylgir uppbyggingu máls og felst í því að hugsa með hljóði tungumálsins. Þegar slík hugsun er notuð semur einstaklingur huglægar setningar með einu orði í einu. Orðræn hugsun er álíka hröð og hraði talmáls. Meðalhraði talmáls er um 150 orð á mínútu eða 2,5 orð á sekúndu. Vel þjálfaður útvarpsmaður, sem er vanur að lýsa í beinni útsendingu, eða uppboðshaldari getur náð 200 orðum á mínútu. Talmál með rafrænum búnaði getur haldist skiljanlegt í eyrum einbeitts hlustanda á hraða sem nær allt að 250 orðum á mínútu. Þetta er líklega hámarkshraði orðrænnar hugsunar. Þegar notuð er orðræn hugsun er hugsað með hljóðum máls. Við erum í raun á innra eintali með huglægum staðhæfingum, spurningum og svörum. Sumir setja þetta hugsanaferli í orð með því að tala upphátt við sjálfa sig. Þetta er hægfara ferli en gerir þó merkingu setningar auðskiljanlega þótt merking sumra orðanna sé ekki að fullu ljós. Að hlusta á setningu í huganum getur auðveldað skilning vegna þess að táknin (orð og stafir) koma oftast ekki fyrir í þannig röð að merking setningarinnar komi fram jafnt og þétt um leið og hlutar hennar koma í ljós. Það gerist frekar þannig að merkingin verður ekki ljós fyrr en setningin hefur öll verið lesin. Þannig er til að mynda ekki ljóst hvort setning er staðhæfing eða spurning fyrr en hún er öll komin fram og lýkur með punkti eða spurningarmerki.
Myndræn hugsun
Myndræn hugsun er eins konar þróunarferli. Hugmyndin vex eftir því sem hugsanaferlið bætir við fleiri þáttum. Myndræn hugsun er mun hraðari en orðræn hugsun, jafnvel nokkur þúsund sinnum hraðari. Reyndar er erfitt að skilja myndræna hugsunarferlið því að það gerist svo hratt að maður verður ekki var við það þegar það gerist. Oftast er myndræn hugusn ómeðvituð. Myndræn hugsun notar merkingu málsins með því að framkalla myndir í huganum af hugtökum þess og hugmyndum. Myndirnar eru ekki eingöngu sjónrænar. Þær eru líkari kvikmyndum í þrívídd, og skynjast af mörgum skynfærum samtímis.
Með myndhugsun er okkur auðvelt að nota orðið fíll svo framarlega sem við vitum hvernig fíll lítur út. Dýrið sem við köllum fíl er í raun og veru merking orðsins fíll. Þegar við sjáum fyrir okkur þessa mynd, sjáum við fyrir okkur merkingu orðsins.
Myndræn hugsun getur framkallað einkenni lesblindu Myndrænni hugsun fylgir vandi þar sem sum orð falla betur að myndrænni hugsun en önnur. Þótt við vitum hvernig orðið um lítur út, þá gefur sú mynd okkur ekki neina vísbendingu um hvað orðið um þýðir. Þegar þú sérð stafina F-Y-R-I-R í orðinu fyrir, þá sérðu ekki fyrir þér merkingu orðsins. Eina myndin sem þér stendur til boða er útlit stafanna sjálfra.
Þegar við lesum setningu sjáum við fyrir okkur myndir í huganum. Það bætist stöðugt við þessa mynd eftir því sem lengra kemur í setningunni. Uppbyggingin myndarinnar sem endurspeglar skilninginn á merkingu setningarinnar er trufluð í hvert sinn sem “myndlaust” orð er lesið. Það skapar eyðu í heildarmyndinni. Þetta vandamál vex í hvert sinn sem við reynum að lesa myndlaust orð. Í hvert sinn sem hugmyndaferlið er rofið með þessum hætti er lesandinn sleginn út af laginu og verður ringlaður. Ef haldið er áfram að lesa verður lesandinn ringlaðri óg ringlaðri, að lokum fer hann að upplifa skynvillur.
Hafa ber í huga að lesblindir hafa lítið eða ekkert innra eintal og heyraþví ekki hvað þeir eru að lesa nema þeir lesi upphátt. Þess í stað eru þeir að skapa mynd í huganum með því að bæta merkingu hvers nýs orðs við – eða mynd af merkingu þess – eftir því sem það kemur fyrir.
37 algeng einkenni lesblindu ©1992, Ronald D. Davis
Um það bil 10 af eftirfarandi einkennum má sjá í fari flestra lesblindra. Einkennin geta verið breytileg frá degi til dags og mínútu til mínútu. Traustasta einkenni lesblindra er óstöðugleikinn.
Almennt
- Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu en jafnaldrar almennt.
- Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur, leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.
- Er ekki ,,nógu langt á eftir” eða ,,nógu slakur” til að fá aðstoð í skóla.
- Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Úkoma á munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.
- Telur sig heimskan, og hefur lélegt sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða prófi í skólanum.
- Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist , tónlist, íþróttum, meðferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verkfræði.
- Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða missir tímaskyn.
- Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur (dagdreyminn).
- Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða og með sjónrænum áreitum.
Sjónskynjun, lestur og stafsetning
- Kvartar yfir svima, höfuðverk eða magaverk meðan verið er að lesa.
- Bókstafir, tölur, orð, raðir eða munnlegar útskýringar valda ruglingi hjá viðkomandi.
- Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri.
- Kvartar yfir að finnast eða sjá stafi og texta hreyfast meðan á lestri og ritun stendur.
- Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni.
- Mjög athugull eða vantar dýptar- og jaðarskyn.
- Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.
- Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.
Heyrn og mál
- Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.
- Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar; stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningarhlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.
Ritun og hreyfifærni
- Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýantsgrip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.
- Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.
- Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir.
Stæðfræði og tímastjórnun
- Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna tímanum, læra hluti þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, margföldunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís.
- Notar puttana eða önnur brögð við útreikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á blaði.
- Kann að telja en á erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.
- Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og flóknari stærðfræði.
Minni og hugsun
- Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði og andlit.
- Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi hefur ekki upplifað.
- Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum eða orðum (lítið innra tal).
Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki
- Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.
- Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.
- Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).
- Fær oft eyrnabólgu; viðkæmur fyrir mat (mataróþol), aukaefnum og efnavörum.
- Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.
- Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.
- Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng, við tilfinningalegt álag eða veikindi.
Hvernig getur þú vitaðhvort um lesblindu sé að ræða?
Hér er listi yfir algeng einkenni lesblindu. Birtast einhver af þessum einkennum í lífi eða starfi? Þú getur smellt á hlekkinn On-line Davis dyslexia assessment og gert könnun á sjálfum þér á www.davisdyslexia.com.
Náðargáfan
- Getur upplifað skynjun sem veruleika.
- Ert sérstaklega meðvitaður um umhverfi þitt.
- Hugsar frekar í myndum en orðum.
- Hefur sérstaklega mikið ímyndunarafl.
- Skynjar og hugsar í margvídd.
- Nýtir öll skilningarvitin í einu.
- Ert mjög forvitinn.
Sjón
- Breytir eða víxlar útliti og röð stafa eða talna.
- Slæm stafsetning.
- Sýnist stafir og tölur fara á hreyfingu, hverfa, stækka eða minnka.
- Sleppir úr eða breytir stöfum, orðum og línum við lestur eða skrift.
- Sleppir úr eða hunsar greinamerki og hástafi.
Heyrn
- Á í erfiðleikum með talhljóð.
- Heyrir hljóð og orð sem aðrir heyra ekki.
- Er ásakaður um að hlusta ekki eða fylgjast ekki með.
- Heyrist hljóð vera hljóðlátara eða háværara, nær, eða fjær en þau eru í raun.
Jafnægi og hreyfing
- Svimi eða flökurleiki við lestur.
- Er áttavilltur.
- Getur ekki setið kyrr.
- Á í erfiðleikum með skrift (Skrifblinda).
- Jafnvægis- og samhæfingarvandamál.
Tími
- Á erfitt með að sitja kyrr og halda athygli lengi (athyglisbrestur)
- Getur ekki lært stærðfræði (reikniblinda).
- Á erfitt með að lesa á klukku og vera á réttum tíma.
- Sætir gagnrýni fyrir dagdrauma og að lifa í ímyndunarheimi.
- Truflast auðveldlega af umhverfinu.
- Á í erfiðleikum með rétta röð (að setja hluti á sinn stað) og að ákveða forgangsröð.
Ef talsverður hluti ofangreindra einkenna koma reglulega fyrir, er lesblinda líklegasta skýringin.
Reikniblinda – Dyscalculia
Lesblind.is býður upp á Davis stærðfræðileiðréttingu fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði, greinast með reikniblindu – dyscalculia.
Davis stærðfræðileiðrétting er fyrir 9 ára og eldri. Davis ráðgjafi vinnur með einstaklingi í 5 – 8 daga. Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers einstaklings og að lokinni Davis greiningu og greiningarviðtali er lengd þess og innihald skipulagt nánar. Námskeiðið tekur styttri tíma ef viðkomandi hefur áður farið í Davis lesblinduleiðréttingu.
Innifalið í námskeiðinu er þjálfun stuðningsaðila og nauðsynleg námsgögn sem nemandinn þarf til þess að vinna heimavinnuna. En það er að meistra 21 kveikjuorð sem notuð eru í stærðfræði.
Nemandinn lærir aðferðir til þess að leiðrétta stærðfræðiörðugleikana. Þessir stærðfræðiörðugleikar eru stundum kallaðir dyscalculia eða reikniblinda og þeim fylgir oft lesblinda (þó alls ekki algilt) og athyglisbrestur.