Að meistra kveikjutákn og kveikjuorð
Ringl af völdum kveikjutákna og merkingu kveikjuorða er orsök skynvillunnar sem veldur lesblindueinkennunum. Skynvilla kviknar hjá flestum lesblindum við einhverja stafi stafrófsins og við sum greinarmerki. Kveikjuorðin eru mikilvægustu orsakavaldarnir en ýmis tákn geta einnig valdið skynvillu. Almennt eru fáir, lesblindir eða ekki, sem þekkja réttar skilgreiningar algengra kveikjuorða, jafnvel þótt þau séu mest notuðu orðin í málinu. Margir, jafnvel hálærðir, geta eflaust ekki skilgreint orðin “a” og “the” í ensku nema sem “greinir”. Lestrarfærni og lesskilningur allra aukast til muna ef þeir meistra skilgreiningar þessara orða. Til að leiðrétta fullkomlega námsörðugleika lesblindu þarf að læra öll kveikjutákn og kveikjuorð það vel að þau verði meistruð. Markmiðið er að nemandinn meistri táknin þannig að þau kveiki ekki lengur á skynvillu. Hinn lesblindi skapar hvert tákn og hvert orð í leir, ber kennsl á það og lærir hvernig það er notað.