Myndorð og myndlaus orð

Orð sem lýsa raunverulegum fyrirbærum

valda lesblindum ekki vandræðum

Myndlaus orð valda vandræðum
Fyrir þann sem hugsar í myndum er ógerlegt að hugsa með orði ef ekki er hægt að skapa mynd af merkingu þess. Það að vita hvernig og lítur út gerir honum ekki kleift a hugsa með og. Þetta á við um mörg smáorð sem framkalla ekki mynd í huganum.

Auðvelt er að hugsa með myndrænum orðum
Orð sem lýsa raunverulegum fyrirbærum, valda lesblindum ekki miklum vandræðum. Í myndhugsun getum við t.d. hugsað mjög auðveldlega með orðinu fíll, ef við vitum hvernig fíll lítur út. Dýrið sem er kallað “fíll” er bókstafleg merking orðsins fíll. Með því að sjá mynd af fíl sjáum við merkingu orðsins. Við getum hugsað með orðinu heima ef við getum í myndað okkur stað þar sem við höfum átt heima.

Nafnorð og sagnorð
Við getum hugsað með nafnorðum svo lengi sem við vitum hvernig fyrirbærin líta út. Við getum einnig hugsað meðsagnorðum ef við höfum séð eða upplifað athöfnina sem orðin lýsa.

 

Myndlaus orð valda ringli
Endurtekið ringl leiðir til bjagaðrar skynjunar

1. Ringl

Myndræn hugsun
Fyrir þann sem hugsar í myndum er ógerlegt að hugsa með orði ef ekki er hægt að skapa mynd af merkingu þess. Það að vita hvernig og lítur út gerir honum ekki kleift að hugsa með og. Þetta á við um mörg smáorð sem framkalla ekki mynd í huganum. Að sjá stafnina o-g er ekki það sama og að sjá merkingu orðsins “og“. Eina myndin sem venjulega skapast er myndin af stöfunum sjálfum. Þegar myndræn hugsun er notuð getum við ekki séð fyrir okkur merkingu orðsins “og” sem hlut eða athöfn.

Orðræn hugsun
Í orðrænni hugsun skapa orð eins og “og” engin vandamál í lestri af því að við vitum hvernig þau hljóma. Við gerum okkur ekki mynd af merkingu setningarinnar fyrr en við höfum lesið hana alla. Jafnvel þótt við skiljum ekki nákvæmlega öll orðin er það ekkert vandamál vegna þess að við skiljum heildarhugmynd setningarinnar þegar við höfum lesið hana til enda og höfum hlustað á hana í huganum.

Myndræn hugsun
Sé sama setning lesin með myndrænni hugsun koma lesblindueinkenni fram. Myndin af merkingu setningarinnar þróast eftir því sem hún er lesin. Sköpun myndarinnar í huganum stöðvast í hvert sinn sem komið er að óþekktu orði sem ekki er hægt að fella inn í heildarmyndina. Vandinn eykst í hvert sinn sem komið er að orði sem hefur ekki tilsvarandi huglæga mynd. Á endanum er komin röð af óskyldum myndum með eyðum inn á milli. Í myndrænni hugsun finnur einstaklingur fyrir ringli í hvert skipti sem myndsköpun stöðvast því að myndin, sem verið er að skapa verður æ samhengislausari. Með einbeitingu getur lesandinn þvingað sig fram hjá eyðunum og haldið áfram en hann verður sífellt ringlaðri eftir því sem lengra er haldið. Á endanum mun hann ná ringlþröskuldi sínum.

2. Skynvilla

Á þessum tímapunkti verður hann skynvilltur. Þegar skynvilla á sér stað bjagast og breytist skynjun tákna svo að lestur eða skrift reynist erfið eða ógerleg. Svo kaldhæðnislega sem það hljómar þá er þessi skynjunarbreyting nákvæmlega það ferli, sem lesblindir hafa nýtt sér til að þekkja raunverulega hluti og atburði í umhverfi sínu áður en þeir lærðu að lesa.

Skynvilla er algeng reynsla hjá flestum en hjá lesblindum nær hún langt út fyrir hið venjulega. Þeir verða ekki aðeins fyrir henni heldur framkalla þeir hana einnig án þess að gera sér grein fyrir því. Lesblindir nota skynvillu ómeðvitað til þess að skynja í margvídd. með því að bjaga skynjun sína tekst þeim að upplifa veröldina frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Þeir geta skynjað hluti frá fleiri en einni hlið og þannig aflað meiri upplýsinga en aðrir.

Sem ungbörn virðast þeir hafa uppgötvað aðferð til að virkja skynvillueiginleika heilans og samofið hana hugsunar- og námsferlum sínum. Fyrir ungabörn, sem ekki geta enn hreyft sig auðveldlega milli staða til að kanna hlutina, er það mikill kostur að geta fyllt í eyður og séð hluti huglægt frá fleiri en einni hlið.

Skynvillan verður eðlilegur hluti hugsunarferlis þeirra af því að þessar breyttu skynjanir gera þeim kleift að þekkja hluti sem annars væru óþekkjanlegir. Lesblindir taka ekki eftir því sem gerist við skynvillu því að hún gerist svo snöggt. Þeir verða aðeins varir við afrakstur þess að nota hana: Auðveldara er að þekkja aftur þrívíð fyrirbæri, hljóð og snertiáreiti. Auk þess að nota hinar breyttu skynjanir skynvillunnar til að leysa ráðgátur í umhverfinu nota lesblindir þær í skapandi ímyndun. Þegar skynvilla er notuð til að leysa þrautir með myndrænni hugsun mætti kalla hana innsæi, hugvit eða innblástur. Þegar hún er notuð til skemmtunar eða afþreyingar kallast hún draumórar eða dagdraumar.

Beiting skynvillu í hugsunarferlinu getur gefið lesblindum meira næmi og öflugra ímyndunarafl en gerist og gengur. Þegar kemur að því að þeir fara að nota talmál getur skynvillubeiting einnig lagt grunn að námsörðugleikum.

Fram til þessa hefur hinn lesblindi notað skynvillu til að leysa úr ruglingi. Þetta gekk vel þegar viðfangsefnin voru raunveruleg, áþreifanleg fyrirbæri þannig að líklegt er að hann noti skynvillu ómeðvitað þegar hann tekst á við ruglandi tákn. Því miður verður prentað orð enn ruglingslegra ef blaðsíðan, sem það stendur á, er skoðuð að ofan eða aftan frá eða orðið er tekið í sundur og stöfunum víxlað.

Þegar lesblindir læra að lesa og ruglingsleg tákn safnast upp verða þeir fljótt kolringlaðir. Þeir sjá ekki lengur það sem stendur á blaðsíðunni heldur það sem þeir halda að standi þar. Þar sem táknið er ekki áþreifanlegur hlutur og táknar aðeins hljóð orðs sem lýsir hlut, athöfn eða hugmynd hjálpar skynvillan ekki til að þekkja það aftur. Þegar táknið þekkist ekki aftur gerir hinn lesblindi mistök. Slík mistök eru megineinkenni lesblindu.

Kveikjutákn

Kveikjutákn slá lesblinda út af laginu

Ringl varðandi merkingu kveikjuorða er orsök skynvillunnar sem veldur lesblindueinkennunum. Kveikjuorðin eru mikilvægustu orsakavaldarnir, en ýmis önnur tákn geta einnig valdið skynvillu. Skynvilla kviknar hjá flestum lesblindum við einhverja stafi stafrófsins og við sum greinarmerki. Slík tákn eru því nefnd kveikjutákn en þau kveikja á ringli sem orsakar skynvillu.

Til að leiðrétta fullkomlega námsörðugleika lesblindu þarf að læra öll kveikjuorð og kveikjutákn það vel að þau verði meistruð. Eftir athyglisþjálfun er táknameistrun notuð til að meistra stafrófið og greinarmerki. Önnur tákn sem geta kveikt skynvillu koma fyrir í stærðfræði, raunvísindum, mælieiningum, tónlist og fleira.

Kveikjuorð

Kveikjuorð slá lesblinda út af laginu

Það eru yfir 200 orð í ensku sem valda vandræðum hjá lesblindum. Þessi orð eru í talorðaforða þeirra en þeir geta ekki myndað huglægar myndir af merkingu þeirra. Þetta þýðir að flestir lesblindir hafa yfir 200 orð í orðaforða sínum sem þeir nota í talmáli en geta í raun ekki hugsað með. Þessi litlu orð – sem virðast þau einföldustu í málinu – eru áreitin eða kveikjurnar sem framkalla lesblindueinkennin.

Ringlkveikjuorðin hafa óhlutbundna merkingu og oft jafnvel margar mismunandi merkingar. Þau slá lesblinda út af laginu þar sem þau tákna ekki áþreifanleg fyrirbæri eða athafnir. Það vill svo til að þau eru einnig algengustu orðin í tali og riti. Tekin hefur verið saman íslenskur kveikjuorðalisti.

Leave a Reply