Að greina lesblindu
| Hæfileikagreining |
Tilgangur greiningarinnar tekur mið af því hvernig lesblindan er skilgreind. Með þróunarferli lesblindunnar sem viðmiðun er hægt að greina hvort fyrir hendi séu tveir grunnþættir sem saman skapa ólík afbrigði lesblindunnar, þ.e. myndræna hugsunin og hæfileikinn til að beita skynvillu.
Hentar Davis® leiðrétting hinum lesblinda?
Greiningarviðtalið var upphaflega hannað af einum af nánustu samstarfsmönnum Ron Davis, sálfræðingnum Dr. Fatima Ali. Greiningarviðtalið tekur 2 – 4 klukkustundir. Markmiðið er að kanna hvort Davis® leiðrétting hentar hinum lesblinda.
Sjálfsmat og skynfærnigreining
Viðtalið er tvískipt. Hluti af viðtalinu fer þannig fram að hinn lesblindi leggur mat á sterkar og veikar hliðar sínar á ýmsum sviðum. Um er að ræða yfirgripsmikið sjálfsmat. Í hinum hlutanum fer fram svokölluð skynfærnigreining. Allir með einstaka skynjunarfærni lesblinds einstaklings ættu að fara í gegnum skynfærnigreininguna með léttum leik. Ef í ljós kemur að tilteknir hæfileikar eru til staðar og vísbendingar um námsörðugleika gera vart við sig er dregin sú ályktun með nokkurri vissu að einkennin stafi af skynvillu og að einstaklingurinn sé lesblindur.
Eru hæfileikarnir til staðar?
Auk þess að finna einkenni, sem ljóstra upp um hinar neikvæðu hliðar skynvillu, er lagt mat á hvort til staðar séu hinir fjórir grundvallarhæfileikar sem eru sameiginlegir lesblindum einstaklingum. Þessir hæfileikar eru hluti af náðargáfulesblindunnar. Hæfileikinn til:
__ að kveikja viljandi á skynvillueiginleikum heilans
__ að skoða meðvitað í huganum huglægar ímyndir í þrívídd og sjá þær frá mismunandi
sjónarhornum
__ að upplifa sjálfskapaðar huglægar ímyndir, sem raunveruleg fyrirbæri,
getan til að upplifa ímyndun sem veruleika
__ að hugsa án orða og nota þess í stað myndir af hugtökum og hugmyndum
með litlu eða engu innra eintali
Sama greining fyrir börn og fullorðna
Sama greining er notuð til að meta bæði börn og fullorðna. Undir venjulegum kringumstæðum er hún þó ekki notuð á börn fyrr en þau eru orðin sjö ára vegna þess að á þeim aldri byrja lesblindueinkennin að koma fram.
Davis® lesblinduleiðrétting
Greiningarviðtal
Áður en að sjálfri leiðréttingunni kemur fer fram greining á skynfærni. Skynfærnigreiningin segir til um það hvort léðréttingin sé líkleg til að koma að gagni og er notuð til að meta bæði börn og fullorðna.
Þegar niðurstaða greiningar liggur fyrir er hægt að ákveða framhaldið.
Greiningin tekur um tvær klukkustundir.
Leiðrétting
Leiðréttingin felst í því að tileinka sér ákveðin áhöld og tækni til þess að leiðrétta lesblinduna.
Skynstillingin er lykilatriði og síðan er unnið að því að ná valdi á táknum, lestri og svonefndum “kveikjuorðum.” Það finnst gjarnan breyting á fyrstu dögum leiðréttingar, en að henni lokinni tekur það mánuði eða misseri að ná fullnaðarárangri. Lesblinduleiðréttingin getur einnig tekið til stafsetningar og rithandar, en ef þörf er á að vinna með reikning, athyglisbrest eða ofvirkni, verður að bæta við meiri tíma eða jafnvel annarri leiðréttingu.
Leiðréttingin tekur um þrjátíu klukkustundir. Ljúka má leiðréttingu á einni viku, (9-16), eða dreifa á lengri tíma ef betur hentar.
Stuðningur
Í leiðréttingunni er innifalin þjálfun stuðningsaðila sem þú velur og fylgist síðan með þér. Þá er eftirfylgni, fundir með þér og stuðningsaðilanum þegar ykkur hentar og einnig getið þið leitað ráða í síma. Þú færð öll gögn og búnað til leiðréttingarinnar og þeirrar heimavinnu sem síðan tekur við.
Í íslensku eru á þriðja hundrað myndlaus orð og gera þarf leirmyndir af merkingu þeirra.
Mikilvægt er að að vinna með myndlausu orðin, “kveikjuorðin,” í beinu framhaldi af leiðréttingunni.
Þá er möguleiki á að taka þátt í sameiginlegum “leirhópum” með Davis® leiðbeinanda gegn gjaldi.